Frímerki

Íslandspóstur ákvað að gefa út frímerki í tilefni af 200. minningarári Jóns Sigurðssonar og var efnt til lokaðrar samkeppni um hönnun þess samkvæmt keppnisreglum FÍT. Keppnisgögn voru sent út í byrjun mars og skilafrestur var til 30. apríl 2010. Alls bárust 17 tillögur.

Dómnefnd var þannig skipuð:
Frá Íslandspósti: Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri.
Frá FÍT, Félagi íslenkra teiknara: Halla Helgadóttir teiknari FÍT, Jón Ágúst Pálmason teiknari FÍT og Oscar Bjarnason teiknari FÍT.
Frá undirbúningsnefnd JS200: Björn G. Björnsson, verkefnisstjóri, formaður.
Trúnaðarmaður dómnefndar var Hörður Lárusson teiknari, formaður FÍT.

Dómnefnd lauk störfum 5. maí.
Fyrstu verðlaun kr. 700.000.- hlaut Borgar Hjörleifur Árnason.
Önnur verðlaun kr. 200.000.- hlaut Gréta Guðmundsdóttir.
Þriðju verðlaun kr. 100.000.- hlaut Hjörvar Harðarson.

Úrslit í samkeppninni voru tilkynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur 17. júní 2010.
Íslandspóstur gefur frímerkið út 17. júní 2011.

Samkeppni um frímerki. 1. verðlaun. Höfundur: Borgar Hjörleifur Árnason, grafískur hönnuður.