Myndasafn

Hrafnseyri og Vestfirðir

Jón fæddist í Arnarfirði og ólst þar upp til 18 ára aldurs er hann fór alfarinn að heiman. Hann lærði allt heima hjá föður sínum, sem var prestur, og gekk aldrei í skóla fyrr en hann kom í háskóla.

Skoða myndir

Reykjavík og Suðurland

Jón kom til Reykjavíkur rétt fyrir 18 ára afmælið sitt, tók stúdentspróf, vann í búð og trúlofaðist Ingibjörgu, dóttur kaupmannsins. Svo vann hann sem ritari biskups í Laugarnesi og lærði þar að skrifa upp gömul handrit.

Skoða myndir

Kaupmannahöfn

Jón sigldi til Danmerkur 1833 og hóf nám í háskóla. Hann bjó á stúdentagarði og vann ýmis verkefni með námi. Jón var góður námsmaður en lauk aldrei embættisprófi. Hann bjó alla ævi í Kaupmannahöfn.

Skoða myndir

Mannamyndir frá Þjóðminjasafni

Jón var iðinn við að láta taka af sér ljósmyndir til að senda stuðningsmönnum sínum. Nokkrar ljósmyndir eru til af Ingibjörgu, konu hans, en aðeins ein mynd af þeim saman.

Skoða myndir

Munir og skjöl frá Þjóðminjasafni

Jón og Ingibjörg dóu bæði í desember 1879 í íbúð sinni við Austurvegg þar sem þau bjuggu í 27 ár. Árið 1880 keypti Tryggvi Gunnarsson hluta af innbúinu á uppboði og gaf þjóðinni. Safn Jóns Sigurðssonar er varðveitt í Þjóðminjasafni.

Skoða myndir