Vísindastörf

Hugðarefni Jóns

Stór hluti þess efnis sem Jón lét eftir sig í handritasafni sínu er í formi minnisgreina um margvísleg hugðarefni hans. Hann notaði oft bláa miða af ýmsum stærðum, jafnvel umslög utan af sendibréfum sem hann fékk, til að halda utan um þann fróðleik sem hann vildi halda til haga af einni eða annarri ástæðu. Þar kennir margra grasa og safnið ber þess vott hversu yfirgripsmikið áhugasvið Jóns var. Lætur nærri að ekkert íslenskt efni hafi verið honum óviðkomandi. Íslenskar bókmenntir af ýmsum toga fylla stóran hluta safns hans og íslensk saga er þar einnig fyrirferðarmikil. Víða í skjalapökkum Jóns Sigurðssonar má finna áhugaverð frumskjöl liggja innan um minnismiða Jóns og annað sem viðkomandi efni tengdist.