Afmælismerki

Undirbúningsnefndin ákvað að efna til faglegrar samkeppni um afmælismerki sem yrði tákn minningarársins.

Keppnin var haldin í samstarfi við FÍT og í samkeppnisreglum mælst til að unnt yrði að framleiða merkið sem minjagrip. Keppnisreglur voru sendar út í byrjun mars og skilafrestur ákveðinn til 16. apríl en var framlengdur til 30. apríl.  Alls bárust 35 tillögur.

Dómnefnd var þannig skipuð:
Frá FÍT, Félagi íslenskra teiknara: Einar Gylfason teiknari FÍT, Halli Civelek teiknari FÍT og Elsa Nielsen teiknari FÍT.
Frá undirbúningsnefnd: Sigrún Ólafsdóttir sérfræðingur í forsætisráðuneyti og Björn G. Björnsson verkefnisstjóri, formaður dómnefndar.
Trúnaðarmaður dómnefndar var Haukur Haraldsson teiknari FÍT.

Dómnefnd lauk störfum 7. maí og urðu úrslit þessi:
Fyrstu verðlaun hlaut Björgvin Sigurðsson kr. 500.000.-
Önnur verðlaun hlaut Hjörvar Harðarson kr. 200.000.-
Þriðju verðlaun hlaut Oscar Bjarnason kr. 100.000.-

Úrslit í samkeppninni voru tilkynnt í Ráðhúsi Reykjavíkur 17. júní 2010.

Samkeppni um afmælismerki. 1. verðlaun. Höfundur: Björgvin Sigurðsson, grafískur hönnuður.