Dagskrá

Langstærsta verkefni minningarársins er endurnýjun safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar hefur sýningarrýmið verið stækkað verulega og ný sýning hönnuð frá grunni. Aðrar sýningar eru minni í sniðum og unnar í samstarfi við aðra. Meðal verkefna var gerð vandaðs margmiðlunarefnis og stafræn endurgerð skjallegra gagna Jóns Sigurðssonar til útgáfu á netinu.20.04.2011

Lífsverk

Þjóðarbókhlaðan

Sýning á völdum handritum og skjölum Jóns Sigurðssonar um einkahagi, vísindastörf og stjórnmálaþátttöku.

Einnig var opnaður aðgangur að þúsundum stafrænna gagna hér á vefnum til frjálsra afnota fyrir almenning og fræðasamfélagið. Sýningarskrána er einnig að finna hér.

Að verkefninu standa Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Þjóðskjalasafn Íslands, Þjóðminjasafn Íslands og Skjalasafn Alþingis.

Sjá frétt um opnunina.

Til baka