Fréttir
Sýningin Lífsverk opnar í Þjóðarbókhlöðunni
20.04 2011
Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðu þann 20. apríl. Sýnd verða valin handrit og skjöl er lúta að einkahögum Jóns, fræðastarfsemi hans og stjórnmálaþátttöku. Jafnframt verður í tengslum við sýninguna opnaður rafrænn aðgangur að fjölda handrita, skjala, bóka og tímarita sem Jón kom að, ásamt skrám yfir handrit hans, ritstörf og bréfasafn. Sýningin er á vegum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar með aðkomu Þjóðskjalasafns Íslands, Þjóðminjasafns Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Skjalasafns Alþingis.
Athöfnin hefst kl. 16. Dagskráin er eftirfarandi:
Sólveig Pétursdóttir, formaður Afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar, flytur ávarp
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður, flytur ávarp
Bragi Þ. Ólafsson og Sigríður Hjördís Jörundsdóttir gera grein fyrir verkefninu Lífsverk
Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, opnar sýninguna