Fréttir

Kæri Jón - Ritgerðasamkeppni hafin

14.02 2011

Nú er hafin ritgerðasamkeppni meðal nememda 8. bekkjar grunnskólanna undir yfirskriftinni Kæri Jón... Nemendur skrifa Jóni Sigurðssyni bréf og segja frá áhugamálum sínum. Í dag er sjaldgæft að fólk skrifi  
bréf, einkum ungt fólk, það sendir tölvubréf og SMS. Sendibréfið var aðal samskiptamáti 19. aldarinnar og Jón Sigurðsson mun hafa skrifað um 6000 bréf um ævina.

Sjá samkeppnisreglur undir samkeppnir.

Sjá einnig tilkynningu sem send var til fjölmiðla (PDF skjal).

Til baka í fréttir