Fréttir
Jón Sigurðsson í Lærða skólanum
27.06 2011
Hér má sjá ljósmyndir frá opnun tveggja sýninga í Menntaskólanum í Reykjavík 18. júní s.l., „Alþingi á sal Lærða skólans“ og „Jón Sigurðsson og Reykjavík“. Sýningarnar eru samstarfsverkefni Afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar og Reykjavíkurborgar.
Sólveig Pétursdóttir ávarpaði gesti í hinum forna þingsal Alþingis, en þar hafði húsgögnum verið stillt upp eins og var á fyrsta þinginu 1845, og ljósmyndir af þingfulltrúum við sæti þeirra.
Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, talaði um þingið í Lærða skólanum.
Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson, um tengsl Jóns Sigurðssonar við Reykjavík.
Í lokin fluttu nokkrir nemendur úr MR frumsamið atriði með sögulegur ívafi, leik og söng.
Sýningunum fylgir vönduð sýningarskrá, eftir Guðjón Friðriksson og götukort af Reykjavík 19. aldar.
Sýningarnar í MR verða opnar alla daga kl. 13-17 til 18. ágúst.
Ljósmyndir: Friðrik Þór Halldórsson.
Til baka í fréttir Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir formaður Afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar og nemendur úr MR