Fréttir
Jón Sigurðsson á faraldsfæti
11.11 2011
Elfar Logi Hannesson Kómedíuleikhússtjóri á Ísafirði hefur gert víðreist undanfarið með einleik sinn um Jón Sigurðsson forseta.
Það var afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar sem veitti Elfari Loga styrk til að skrifa verkið og hann frumflutti það á Hrafnseyrarhátið 17. júní s.l. Síðan hefur hann ferðast með einleikinn og flutt hann 25 sinnum í haust, meðal annars í Jónshúsi í Kaupmannahöfn, á Selfossi, í Kópavogi og víða um Vesturland og Vestfirði. Einleiknum ar alls staðar vel tekið og Elfar Logi er reiðubúinn að flytja hann hvar sem þess er óskað.
Til baka í fréttir