Fréttir
Björgvin með besta merkið
13.06 2010
Alls bárust 35 tillögur í samkeppni innan FÍT, Félags íslenskra teiknara, um 200 ára afmælismerki Jóns Sigurðssonar. Dómnefnd var sammála um að tillaga merkt „Íslendingur 1118“ væri bæði snjöll og vel unnin og hlyti 1. verðlaun. Höfundur hennar reyndist vera Björgvin Sigurðsson, sjálfstætt starfandi grafískur hönnuður. Tillagan þykir sýna bæði manninn og lífsverkið, en í merkinu er vangasvipur Jóns felldur inn í bréf með rithönd hans og undirskrift.
Tími Jóns Sigurðssonar var tími sendibréfsins, það var helsti samskiptamáti 19. aldarinnar. Jón fékk nálægt sjö þúsund bréf um ævina og skrifaði eflaust ekki færri bréf sjálfur.
Sjá nánar samkeppnir