Dagskrá

Langstærsta verkefni minningarársins er endurnýjun safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar hefur sýningarrýmið verið stækkað verulega og ný sýning hönnuð frá grunni. Aðrar sýningar eru minni í sniðum og unnar í samstarfi við aðra. Meðal verkefna var gerð vandaðs margmiðlunarefnis og stafræn endurgerð skjallegra gagna Jóns Sigurðssonar til útgáfu á netinu.04.06.2011

Lítil fiskibók

Víkin – Sjóminjasafn og Byggðasafn Vestfjarða

Sýning opnuð á Sjómannadaginn á Ísafirði. Samvinnuverkefni Víkurinnar og Byggðasafns Vestfjarða.

Sýningin er byggð á samnefndu kveri Jóns Sigurðssonar frá 1859 um fiskveiðar.

Sjóminjasöfnin í Reykjavík og á Ísafirði hafa sameinast um þetta verkefni. Þau byggja á safnkosti sínum hvort á sínum stað með sameiginlegan útgangspunkt.

Sýningarnar voru opnaðar í Víkinni á Hátíð hafsins í Reykjavík  4. júní og á Ísafirði á Sjómannadaginn 5. júní 2011.

Sjá nánar í fréttum hér á vefnum.

Til baka