Dagskrá

Langstærsta verkefni minningarársins er endurnýjun safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar hefur sýningarrýmið verið stækkað verulega og ný sýning hönnuð frá grunni. Aðrar sýningar eru minni í sniðum og unnar í samstarfi við aðra. Meðal verkefna var gerð vandaðs margmiðlunarefnis og stafræn endurgerð skjallegra gagna Jóns Sigurðssonar til útgáfu á netinu.17.06.2011

Hrafnseyrarhátíð

Hrafnseyri við Arnarfjörð

Dagskrá hátíðarinnar

10:00
Hátíðarsvæðið opnað, sölubásar og veitingatjöld.

11:00
Útskriftarathöfn Háskólaseturs Vestfjarða.

12:30
Hópsigling smábáta frá Bíldudal, lending kl. 12:30.

13:00
Hátíðarmessa í Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar. Séra Agnes M. Sigurðardóttir sóknarprestur í Bolungarvík og prófastur í Vestfjarðaprófastsdæmi prédikar. Séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir sóknarprestur Hrafnseyrarkirkju þjónar fyrir altari. Kirkjukór Þingeyrar syngur. Organisti: Margrét Gunnarsdóttir. Meðhjálpari: Davíð H. Kristjánsson.

14:00
Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar. Stjórnandi: Dagný Arnalds.

14:30
Hátíðardagskrá á útisviði

  • Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, setur hátíðina.
  • Hátíðarræða: Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson.
  • Kveðja frá Vestur-Íslendingum: David Gislason.
  • Fjallkona Vestfjarða.
  • Elfar Logi Hannesson: Brot úr einleik um Jón Sigurðsson.
  • Ávarp: Sólveig Pétursdóttir, formaður afmælisnefndar.
  • Tónlistardagskrá: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Björgvin Halldórsson, Karlakórinn Ernir, Karlakórinn Vestri, Eyþór Gunnarsson og Þórir Baldursson. Stjórnandi: Guðni Franzson.
  • Ávarp: Eiríkur Finnur Greipsson, formaður Hrafnseyrarnefndar.
  • Sýningin “Líf í þágu þjóðar - Jón Sigurðsson 1811-1879” opnuð.

Formlegri hátíðardagskrá lýkur.

Kynnir: Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri í Vesturbyggð.

17:00
Elfar Logi Hannesson frumflytur einleik sinn um Jón Sigurðsson í fullri lengd í Kapellunni.

Glímumenn frá Glímufélaginu Herði á Ísafirði sýna íslenska glímu. Verðlaunagripurinn Vestfjarðabeltið verður til sýnis.

Í burstabænum verða sýndar teikningar af Jóni Sigurðssyni eftir nemendur 6. bekkjar grunnskólanna á Vestfjörðum.

Hátíðarsvæði og safn opið til kl. 20:00

Til baka