Myndasafn

Talsvert er til af myndum af Jóni Sigurðssyni og þeim stöðum sem hann bjó og starfaði á. Sumt er gamalt og þekkt en undirbúningsnefndin hefur látið taka nýtt myndefni á fjölmörgum sögustöðum, bæði innanlands og í Kaupmannahöfn, sem birtist hér. Myndirnar eru merktar höfundum eða viðkomandi safni. BGB er Björn G. Björnsson, FÞH er Friðrik Þór Halldórsson, JL er Jóhannes Long, KB er Köbenhavns Bymuseum, VJH er Valdimar J. Halldórsson og LÍÞ er Ljósmyndasafn Íslands, Þjóðminjasafni.

 


Vangamynd Jóns Sigurðssonar á legsteini hans.