Egill Ólafsson í hlutverki Jóns Sigurðssonar í sjónvarpsmyndinni frá 1993. Stofa Jóns var endurgerð og húsgögn hans notuð.
MyndasafnSjónvarpsmyndin um Jón Sigurðsson
Árið 1993 gerði Sagafilm leikna heimildarmynd um Jón Sigurðsson í tilefni af 50 ára lýðveldisafmæli 1994.
Myndin, Jón Sigurðsson - maður og foringi, var frumsýnd í ríkissjónvarpinu 17. júní það ár. Hún var tekin á raunverulegum sögustöðum, bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn, auk þess sem hornstofa Jóns var endurgerð ásamt öðrum leikmyndum í upptökuveri.
Egill Ólafsson lék hlutverk Jóns Sigurðssonar og Margrét Ákadóttir Ingibjörgu Einarsdóttur. Þórunn Valdimarsdóttir skrifaði handritið og leikstjóri var Þórhallur Sigurðsson.
Afmælisnefndin hefur keypt sýningarrétt á myndinni til notkunar á Hrafnseyri og í Jónshúsi og hún verður textuð og talsett á dönsku og ensku.