Önnur myndasöfn
Myndasafn / Kaupmannahöfn
Á Turni. Gamli kamarinn nú hafður til sýnis. JL
Á Turni. Hingað á loftið yfir Þrenningarkirkju var handritasafn Árna Magnússonar flutt eftir brunann 1728. JL
Aðalbygging háskólans við Frúartorg, háskólabókasafnið lengst til hægri. JL
Anddyri gamla háskólabókasafnsins. JL
Séð yfir anddyri aðalbyggingar háskólans. JL
Anddyri Kaupmannahafnarháskóla. JL
Anddyrið í Universitetsannekset, með gömlum fyrirlestrarsölum. JL
Í Snaregade. Húsið til vinstri er menntamálaráðuneytið, áður Assistenshúsið, eða Húsið Hjástoðar. JL
Bindingshús í Snaregade. BGB
Bindingshús í Snaregade, gamlir gluggar. BGB
Í bakgörðunum má víða sjá gömul bindingshús. JL
Bindingshúsin í Snaregade varðveita svip gömlu Kaupmannahafnar. JL
Bókaverslun HJ Lynge er með svipuðum brag og á tíma Jóns. JL
Borchs Kollegium í Stóra Kanúkastræti. JL
Borchs Kollegium. Hér voru fundir í bókmenntafélaginu haldnir. JL
Séð inn í fundarsalinn á efstu hæð Borchs Kollegium. JL
Brústeinninn gljáir í rigningunni. JL
Cafe a Porta, eins og á tíma Jóns Sigurðssonar. BGB
Á Cafe a Porta er stigið niður í 19. öldina. JL
Cafe a Porta hét áður Mjóni (Mini). Innréttingarnar eru friðaðar en húsgögnin ný. JL
Cafe a Porta við Kóngsins Nýja Torg. Hingað kom Jón oft. JL
Dýflissur undir húsi háskólaráðs. Hér máttu brotlegir stúdentar dúsa. JL
Litla Apótekið við Stóra Kanúkastræti, stofnað 1720. JL
Det Lille Apotek. Stemmningin er ósvikin. JL
Apótekið. Danskur frokost bragðast best í slíku umhverfi. JL
Gamli tíminn lifir í Litla Apótekinu. JL
Stofa Krónprinsins þar sem Jón Sigurðsson sat áður yfir bókum. JL
Salon í höll Kristjáns VII. JL
Veislusalur í höll Kristjáns VII í Amalienborg. JL
Upp þennan stiga var gengið á bókaloftið, aðsetur bókmenntafélagsins í konungshöllinni. JL
Þar sem áður voru íslenskar bækur er nú afdrep Krónprinsins og Krónprinsessunnar í höll Kristjáns VII. JL
Gangur í höll Kristjáns VII þar sem bókmenntafélagið hafði aðstöðu lengi. JL
Els hét áður Grandjean, og þangað kom Jón gjarnan. JL
Els eða Grandjean. Staðinn prýða málverk af árstíðunum og öðrum gyðjum. JL
Els, veitingahús við Nýhöfnina. Elgurinn prýðir staðinn. JL
Fagurlistaskólinn. Hér sóttu Jón og Ingibjörg vorsýningar danskra málara. JL
Kansellíið, Stjórnarskrifstofurnar, héðan var málefnum Íslands stjórnað. JL
Forskraut á Kansellíinu. Friðrik IV fyrir miðju, friður á aðra hönd en stríð á hina. JL
Framhlið gamla dýrafræðisafnsins við Fjólustræti. Hingað sendi Jónas Hallgrímsson fuglahami og steinasýni frá Íslandi. JL
Framhlið Thorvaldsenssafns og turn Kristjánsborgarhallar. JL
Frúarkirkjan. Öll myndverk innan kirkju og utan eru eftir Skagfirðinginn Thorvaldsen. JL
Frúarkirkjan. Dómkirkja Kaupmannahafnar. JL
Hin fræga Kristsmynd Thorvalsens. Hann hélt hér fyrsta barninu undir skírn á hvítasunnudag 1839. JL
Hluti af Charlottenborg, fagurlistaskóla Kaupmannahafnar. Hér bjó Thorvaldsen eftir að sneri heim eftir 40 ár í Róm. JL
Gamalt skilti. JL
Gamla Háskólabókasafnið. Fyrirmyndin var ítölsk kirkja. Háskólinn til vinstri og biskupagarðurinn lengst til vinstri. JL
Inngangurinn í gamla Háskólabókasafnið við Fjólustræti. JL
Gamla Háskólabókasafnið byggt á súlum úr steypujárni. JL
Gamla Háskólabókasafnið, vígt 1861. JL
Íslensku handritin voru á efri hæð, innst í salnum til hægri. JL
Í þessu horni var Árnasafn og íslensku handritin. Hér eyddi Jón mörgum stundum. JL
Gammel Strand, hér var bókmenntafélagið lengi til húsa. BGB
Gamla pakkhús Íslands- og Grænlandsverslunarinnar, nú menningarmiðstöð og sendiráð. JL
Garður, aðalinngangur um portið. BGB
Garður og Sívaliturn. BGB
Garður, gluggi Jónasar. BGB
Garður, handvagn fyrir farangur stúdenta. BGB
Garður, handvagninn og linditréð. BGB
Garður, herbergi Jónasar Hallgrímssonar. BGB
Garður, herbergi Jóns Sigurðssonar. BGB
Herbergi Jóns Sigurðssonar á Garði. JL
Stigagangur á Garði. JL
Garður. Portið séð út um glugga. JL
Garður, í portinu. BGB
Garður, lindin og portið. BGB
Linditréð í Garðsportinu. Lindin á afmæli 12. maí og þá hengja stúdentar hvíta hanska á greinar hennar og óska henni til hamingju. BGB
Garður, auglýsing um Lindarball. BGB
Garður, lindin og Sívaliturn. BGB
Garðsportið. JL
Garðskirkjan og Sívaliturn gnæfir yfir með myndagátunni um hinn krýnda konung Kristjá IV. JL
Garðskirkjan, nú tómstundasalur stúdenta. JL
Garður. Dyrnar að Garðskirkjunni og 3. gangi. JL
Garnisonskirkjan við Skt. Annæplads í Kaupmannahöfn. JL
Klassík Garnisonskirkjunnar minnir á Dómkirkjuna í Reykjavík. JL
Garnisonskirkjan. JL
Orgel og svalir Garnisonskirkjunnar. JL
Garnisonskirkjan. Hér var fullt hús í jarðarför Jóns Sigurðssonar 13. desember 1879. JL
Kistur þeirra Jóns og Ingibjargar stóðu upp í líkhúsi Garnisonskirkjunnar frá því í desember 1879 fram í apríl 1880. JL
Gengið niður í Klausturkjallarann. JL
Gengið um litlu dyrnar hjá vaktinni segir Jón Sigurðsson í fundarboði til félaga í bókmenntafélaginu. JL
Glæsihús eftir arkitektinn Eigtved, byggt 1753. Meðal eigenda þess var Knudtzon kaupmaður, sá sem Jón vann hjá 18 ára í Reykjavík. JL
Götumynd, Frúarkirkjan í baksýn. BGB
skólinn. Fyrirlestrarsalir í Annekset eru enn með klassískum brag. JL
Hátíðarsalur háskólans, Solennitetssalen. JL
Hátíðarsalur Kaupmannahafnarháskóla. JL
I hátíðarsal háskólans. JL
Sýningarsalur gamla dýrafræðisafnsins við Fjólustræti, nú skrifstofur háskólans. JL
Í portinu á bak við háskólann eru dyrnar að fyrrum hvalasafni dýrafræðisafnsins. JL
Hér var verslun Schwartz þar sem Jón keypti regnhlífar. JL
Horn Kanúkastrætis og Kjötmangaragötu, Garður, Sívaliturn og Þrenningarkirkjan. BGB
Hirðleikhúsið á Hallarhólmanum, Teater Museet. JL
Hús við Grábræðratorg sem sluppu við brunann 1728. JL
Hvelfingin undir Konsistorium. Fyrsta mötuneyti stúdenta, nú samkomusalur háskólaráðs. JL
Hviids Vinstue. Stemmningin hjá Hvíti er söm við sig. JL
Hviids Vinstue, stofnsett 1723. Viðkomustaður þyrstra í bráðum 300 ár. JL
Íslendingur situr undir teikningu Örlygs Sigurðssonar af fjórum fyrrum gestum á Hviits Vinstue. JL
Árið 1978 leiðir Örlygur Sigurðsson saman fjóra, fræga ölvini sem voru uppi hver á sínum tíma. JL
Í latínuhverfinu er sagan við hvert fótmál. JL
Jón Sigurðsson boðar fundi á Bókaloftinu í konungshöllinni, "gengið inn um litlu dyrnar hjá vaktinni...". JL
J.N. Madvig, einn helsti kennari og áhrifavaldur Jóns Sigurðssonar. JL
Jónshús við Austurvegg. JL
Plata á Jónshúsi við Austurvegg minnir á gjöf Carls Sæmundsens 1966. JL
Jónshús. Hornstofan, og sér inn í stóru stofuna. JL
Hornstofan í Jónshúsi, búin húsgögnum frá þeim tíma. JL
Jónshús. Sýning um Jón Sigurðsson í stóru stofunni. JL
Upphaf sýningarinnar í Jónshúsi. Herbergi Sigga litla til hægri og innar hornstofan. JL
Jónshús. Framhald sýningar og bókasafnið. JL
Jónshús. Svipmyndir frá gömlu Kaupmannahöfn í gluggunum. JL
Fundarstofa í Jónshúsi. JL
Samkomusalur Íslendinga í Jónshúsi. JL
Eldhús Ingibjargar, endurgert 2004 á 200. afmæli. Munir hennar til sýnis. JL
Stigagangur í Jónshúsi. JL
Jónshús. Bakdyrastiginn var fyrir vinnukonur og sendisveina. JL
Gangurinn í íbúð Jóns og Ingibjargar er langur og mjór. JL
Líkan af Hrafnseyrarjörðinni í Jónshúsi. JL
Jón staðarhaldari kvaddur á tröppum Jónshúss. JL
Klausturkjallarinn. Hér fengu fátækir stúdentar ókeypis mat. JL
Tröppur upp úr Klausturkjallaranum. JL
Klausturstræti 21, Glermeistarans hús. Hér bjó Finnur Magnússon frá árinu 1837 til dauðadags árið 1845. JL
Klausturstræti 22, fyrir miðju. JL
Klausturstræti 22. Hér bjuggu Jón og Páll Melsteð frá 1838 til 1840. JL
Klausturstræti 22. Hér lá Jón veikur veturinn 1840. JL
Klörubúðir nr. 10. Jón og Ingibjörg bjuggu á efstu hæð frá 1846 til 1850. JL
Klörubúðir nr. 10. Jón bjó á efstu hæð er hann samdi Hugvekju til Íslendinga 1848. JL
Konsistorium, hús háskólaráðs, eitt elsta hús Kaupmannahafnar, byggt um 1420. JL
Fundarsalur háskólaráðs í Konsistorium. JL
Konsistorium. Kjallaragluggi í þykkum múrnum. JL
Líkan af Kaupmannahöfn miðalda við Borgarminjasafnið sýnir hvernig borgin var lokuð innan síkis og múra. BGB
Ludvig Holberg situr pollrólegur fyrir framan Konunglega leikhúsið. JL
Sívaliturn er merkileg smíð, níu hringir upp á þak. JL
Sívaliturn við Kjötmangaragötu. JL
Sívaliturn, kirkjuturn og stjörnuskoðunarstöð. JL
Sívaliturn. Í fyrsta snúningi sést inn í Þrenningarkirkjuna sem var kirkja stúdenta. JL
Sívaliturn. Séð út um glugga á Garðskirkjunni. JL
Birtan í Sívalaturni er margbreytileg. BGB
Himintunglin kortlögð í Sívalaturni. JL
Sívaliturn. Umgengnisreglur með fornum brag. JL
Múrsteininn setur svip sinn á borgina. JL
Múrsteinninn setur svip á borgina. Háskólabókasafnið við Fjólustræti. BGB
Nýbúðir, sem Kristján IV lét reisa fyrir sjómenn sína og soldáta. JL
Nýhöfnin og mannlífið. JL
Nýhöfnin, einstök stemmning. JL
Skip og bátar setja ævintýrasvip á Nýhöfnina. JL
Sigling um höfnina og síkin er góð leið til að kynnast borginni. JL
Skydabanen við Vesterbrogade, nú Borgarminjasafn Kaupmannahafnar. JL
Skydabanen. Skotskífur félagsmanna til sýnis. JL
Skydebanen. Sýning um sögu reiðhjólsins í veislusal skotfélagsins. Hér voru Jóni Sigurðssyni haldnar veislur er hann hélt til þings og kom til baka. JL
Skydebanen. Vel má sjá kúlugötin á skotskífunum. JL
Teverslun A.C. Perchs í Krónprinsinsgötu er enn með sama brag og á tíð Jóns. JL
Andi 19. aldar svífur yfir vötnum í teverslun Perchs. JL
Teverslun A.C. Perchs. JL
Teverslun A.C. Perchs er með sama sniði og þegar Jón keypti þar te. JL
Tollbúðin. Um hafa fóru sendingar til og frá Íslandi. JL
Niðri við Tollbúð, hingað gekk Jón nær daglega. JL
Verslun I.G. Schwartz & Sön er horfin en húsið er enn merkt henni. JL
Vindmyllur á virkisveggjunum voru algeng sjón. Þar gekk Jón sér oft til hressingar. JL
Thorvaldsenssafn á Hallarhólmanum. Kristjánsborgarhöll í baksýn. JL
"Vaktin" gætir enn hallar og drottningar. JL
Þak gamla náttúrufræðasafnsins nær og Frúarkirkjan gnæfir yfir. JL
Taflan sýnir eigendur hússins. Meðal þeirra er Knudtzon Íslandskaupmaður. JL
Útsýn af þaki Sívalaturns. Garður næst t.h. og svo Frúarkirkjan. JL
Steinlagðar götur Kaupmannahafnar. BGB