Jón Sigurðsson. LÍÞ

Myndasafn

Bók um Jón Sigurðsson forseta

Jón Sigurðsson forseti. Samband þjóðar og hetju í 200 ár, 1811-2011 eftir Pál Björnsson.

Jón Sigurðsson forseti (1811-1879) varð að þjóðhetju með forystu sinni í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á 19. öld. Allar götur síðan hefur minningin um hann verið sterk meðal landsmanna. Jón forseti varð í raun eitt mikilvægasta sameiningartákn Íslendinga, tákn sem gegndi miðlægu hlutverki í myndun og viðhaldi íslenska þjóðríkisins á 20. öld.

Bókin fjallar um þessar minningar og hvernig þær hafa birst með margvíslegum hætti, til að mynda í bókum, minningarritum, tímaritsgreinum, sögusýningum, hátíðarhöldum, minnismerkjum, kveðskap, minjagripum, myndum, málverkum og pólitískum deilum. Bókin sýnir á hvern hátt opinberir aðilar, félagasamtök, fjölmiðlar, stjórnmálamenn, fyrirtæki og almenningur hafa nýtt sér táknmyndina af Jóni Sigurðssyni forseta.