Einkahagir
Jón Sigurðsson og Ingibjörg Einarsdóttir. LÍÞ
Einkahagir
Fóstursonurinn og fleiri börn
Haustið 1859 tóku Ingibjörg og Jón í fóstur Sigurð Jónsson frá Steinanesi, son Margrétar systur Jóns og manns hennar Jóns Jónssonar skipstjóra. Svo virðist sem lengi hafi staðið til að Sigurður færi til Jóns og Ingibjargar en í sendibréfi frá Margréti til Jóns kemur fram að hún óskar þess að Sigurður verði hjá Jóni. Þá var Sigurður ríflega hálfs árs gamall en til Ingibjargar og Jóns kom hann rúmlega átta ára gamall og var hann hjá þeim til fullorðinsára.
Ingibjörg og Jón tóku oft að sér að greiða götu Íslendinga sem komu í ýmsum erindagjörðum til Kaupmannahafnar. Meðal annars voru veik ungmenni send til þeirra og þau hjón aðstoðuðu við að leita þeim lækninga og skutu jafnvel skjólshúsi yfir þessi ungmenni um lengri eða skemmri tíma. Þau voru einnig viljug að veita systkinabörnum sínum ýmsa aðstoð, Ingibjörg studdi Einar bróðurson sinn til náms heima á Íslandi og Ingibjörg dóttir Jens bróður Jóns dvaldi hjá þeim hjónum í um ár.