Líf og starf

Jón Sigurðsson lifði og starfaði á þremur stöðum um ævina; á Hrafnseyri við Arnarfjörð, í Reykjavík og í Kaupmannahöfn.

Arnarfjörður

Á Hrafnseyri við Arnarfjörð fyrstu 18 árin (1811 - 1829) þar sem hann fæddist og óx úr grasi, reri á vertíð og lærði til stúdentsprófs hjá föður sínum.

Reykjavík

Í Reykjavík sem búðarsveinn og biskupsritari næstu fjögur árin (1829 - 1833) auk þess sem hann dvaldi í Reykjavík yfir þingtímann, 2-4 mánuði í hvert sinn, annað hvert sumar.

Kaupmannahöfn

Í Kaupmannahöfn þar sem hann átti heimili allt frá því hann hóf nám við Kaupmannahafnar-háskóla um jólin 1833 þar til hann lést á heimili sínu við Austurvegg í desember 1879 eða í rétt 46 ár.
Á Cafe a Porta er stigið niður í 19. öldina. JL