Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri

Ný sýning „Líf í þágu þjóðar“ var opnuð 17. júní n.k. á Hrafnseyrarhátíð. Basalt arkitektar unnu samkeppni um nýja sýningu á Hrafnseyri og hafa hannað hana. Sýningin er sett fram á nýstárlegan hátt á 93 m löngum vegg úr plexigleri sem liðast um sýningarsvæðið, en neðri hæð hússins á Hrafnseyri hefur verið tekin undir hina nýju sýningu. Gagarín annaðist grafíska hönnun sýningarinnar og allt margmiðlunarefni sem jafnframt fer á vefinn. Hornsteinar arkitektar hönnuðu breytingar á húsi.
Sýningin er opin kl. 10-20 alla daga vikunnarút ágústmánuð. Leiðsögn og sýningarskrá.

Hrafnseyri og Arnarfjörður.