Dagskrá

Langstærsta verkefni minningarársins er endurnýjun safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar hefur sýningarrýmið verið stækkað verulega og ný sýning hönnuð frá grunni. Aðrar sýningar eru minni í sniðum og unnar í samstarfi við aðra. Meðal verkefna var gerð vandaðs margmiðlunarefnis og stafræn endurgerð skjallegra gagna Jóns Sigurðssonar til útgáfu á netinu.15.01.2011

Óskabarn

Þjóðmenningarhúsið

Um miðjan janúar 2011 opnaði sýning um Jón Sigurðsson og æskuna út frá sjónarhóli barna. Í fréttum hér á vefnum má lesa nánar um hana og opnunina.

Meginstef sýningarinnar eru þrjú:
- Æska og uppvöxtur Jóns Sigurðssonar heima á Hrafnseyri í 1811-1829 og daglegt líf á bænum.
- Unglingsár Jóns í Reykjavík 1829-33, hann fer að heiman 18 ára til að taka stúdentspróf.
- Þriðja stefið er svo Sigurður, systursonur Jóns, sem þau Ingibjörg tóku í fóstur átta ára gamlan, en þau voru sjálf barnlaus.

Höfundar sýningarinnar eru Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur og Sigurjón Jóhannsson myndlistarmaður.

Til baka