Ritgerðasamkeppni skólabarna

Efnt var til ritgerðasamkeppni meðal nemenda í 8. bekk grunnskólanna á skólaárinu 2010-11 í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Nemendur lásu um Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttuna á haustmisseri og samkeppnin fór fram í febrúar 2011. Sendibréfsformið var haft til hliðsjónar.

Hér eru í stafrófsröð nöfn þeirra 12 nemenda sem hlutu viðurkenningar dómnefndar í ritgerðarsamkeppninni Kæri Jón ... Hægt er að lesa ritgerðirnar, ef smellt er á nafn verðlaunahafa birtist ritgerðin á PDF-sniði.

 

Sólveig Pétursdóttir, formaður afmælisnefndar, verðlaunahafar og Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra

Hér má nálgast reglur samkeppninnar á PDF-formi

Ritgerðarsamkeppni nemenda í 8. bekk grunnskóla. Myndskreyting. Hluti af skjali með rithönd Jóns Sigurðssonar.