Úrslit í samkeppnum

Undirbúningsnefnd minningarárs Jóns Sigurðssonar ákvað að efna til samkeppni um fimm atriði varðandi undirbúning og viðburði minningarársins. Þrjár þeirra voru lokaðar samkeppnir á faglegum nótum, um minningarmerki, frímerki og hönnun nýrrar sýningar á Hrafnseyri. Hinar tvær eru ritgerðasamkeppni barna og loks almenn samkeppni um minjagripi og handverk, sem sækja fyrirmynd í söguna og menningararfinn og tengjast lífi og starfi Jóns Siurðssonar.