Dagskrá

Langstærsta verkefni minningarársins er endurnýjun safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar hefur sýningarrýmið verið stækkað verulega og ný sýning hönnuð frá grunni. Aðrar sýningar eru minni í sniðum og unnar í samstarfi við aðra. Meðal verkefna var gerð vandaðs margmiðlunarefnis og stafræn endurgerð skjallegra gagna Jóns Sigurðssonar til útgáfu á netinu.10.03.2011

Opinber mynd

Seðlabankinn

Sýning á seðlum, mynt, frímerkjum og minjagripum með mynd Jóns Sigurðssonar. Myntsafn Seðlabanka Íslands og Þjóðminjasafns íslands í samvinnu við Myntsafnarafélag Íslands standa að sýningunni.

Sýningarstjórn: Anton Holt frá Myntsafni Seðlabankans, Lilja Árnadóttir frá Þjóðminjasafni, Björn G. Björnsson frá undirbúningsnefnd og Sigfús Schopka frá Myntsafnarafélaginu.

Sýningin var opnuð 10. mars 2011. Hún er opinn út afmælisárið og öllum er heimill ókeypis aðgangur kl. 13:30 til 15:30 virka daga.

Sjá nánar um sýninguna.

Til baka