Dagskrá

Langstærsta verkefni minningarársins er endurnýjun safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar hefur sýningarrýmið verið stækkað verulega og ný sýning hönnuð frá grunni. Aðrar sýningar eru minni í sniðum og unnar í samstarfi við aðra. Meðal verkefna var gerð vandaðs margmiðlunarefnis og stafræn endurgerð skjallegra gagna Jóns Sigurðssonar til útgáfu á netinu.01.02.2011

Kæri Jón

Grunnskólar

Haldin var ritgerðasamkeppni um Jón Sigurðsson meðal nemenda í 8. bekk grunnskóla.

Í samkeppninni var sendibréfsformið haft til hliðsjónar og tenging var við sýninguna Óskabarn.

Útslit voru tilkynnt og verðlaun afhent í Þjóðmenningarhúsinu 19. mars 2011. Sjá nánar í fréttum hér á vefnum.

Hér eru í stafrófsröð nöfn þeirra 12 nemenda sem hlutu viðurkenningar dómnefndar í ritgerðarsamkeppninni. Hægt er að lesa ritgerðirnar, ef smellt er á nafn verðlaunahafa birtist ritgerðin á PDF-sniði.

 

Sjá nánar um samkeppnir

Til baka