Dagskrá

Langstærsta verkefni minningarársins er endurnýjun safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar hefur sýningarrýmið verið stækkað verulega og ný sýning hönnuð frá grunni. Aðrar sýningar eru minni í sniðum og unnar í samstarfi við aðra. Meðal verkefna var gerð vandaðs margmiðlunarefnis og stafræn endurgerð skjallegra gagna Jóns Sigurðssonar til útgáfu á netinu.08.06.2011

Þjóðminjasafnið

Þjóðminjasafnið

Á fastasýningu Þjóðminjasafnsins Þjóð verður til er sérstök umfjöllun um Jón Sigurðsson og sjálfstæðisbaráttuna.

Þessi þáttur sýningarinnar verður veigameiri  m.a. með nýju margmiðlunarefni sem er sérstaklega gert í tilefni minningarársins.

Tekið í notkun 8. júní 2011.


Til baka