Dagskrá

Langstærsta verkefni minningarársins er endurnýjun safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar hefur sýningarrýmið verið stækkað verulega og ný sýning hönnuð frá grunni. Aðrar sýningar eru minni í sniðum og unnar í samstarfi við aðra. Meðal verkefna var gerð vandaðs margmiðlunarefnis og stafræn endurgerð skjallegra gagna Jóns Sigurðssonar til útgáfu á netinu.17.06.2011

Hátíðarsamkoma Hins íslenska þjóðvinafélags

Menntaskólinn í Reykjavík

Hið íslenska þjóðvinafélag býður til hátíðarsamkomu í tilefni 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta Hins íslenska þjóðvinafélags 1871-1879 og 140 ára afmælis félagsins.

Hátíðarsamkoman er haldin 17. júní 2011 í sal Menntaskólans í Reykjavík, þar sem alþingi sat og þjóðfundurinn fór fram árið 1851, og hefst kl 14:00.

Dagskrá

14:00 Ólafur Ásgeirsson, Forseti og Þjóðvinafélagið.

14:15 Ágúst Þór Árnason, Jón Sigurðsson og stjórnskipunin.

14:30 Gunnar Karlsson, Forsetinn í söguritun Íslendinga.

14:45 Birgir Hermannsson, Landsréttindi og sjálfstæðisbarátta.

15:00 Margrét Gunnarsdóttir, Myndir af Ingibjörgu.

15:15 Guðrún Kvaran, Jón Sigurðsson og íslensk tunga.

15:30 Gunnar Stefánsson, Skáldin og forseti.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Til baka