Dagskrá

Langstærsta verkefni minningarársins er endurnýjun safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar hefur sýningarrýmið verið stækkað verulega og ný sýning hönnuð frá grunni. Aðrar sýningar eru minni í sniðum og unnar í samstarfi við aðra. Meðal verkefna var gerð vandaðs margmiðlunarefnis og stafræn endurgerð skjallegra gagna Jóns Sigurðssonar til útgáfu á netinu.18.06.2011

Alþingi á sal Lærða skólans / Jón og Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík

Frá 18. júlí til 18. ágúst gefst gestum kostur á að skoða tvær sýningar í Menntaskólanum í Reykjavík, „Alþingi á sal Lærða skólans“ og „Jón Sigurðsson og Reykjavík“. Sýningarnar eru samstarfsverkefni Afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar og Reykjavíkurborgar.

Á „sal Lærða skólans“ hefur húsgögnum verið stillt upp eins og var á fyrsta þinginu 1845, og ljósmyndir af þingfulltrúum við sæti þeirra.

Á sýningunni „Jón Sigurðsson og Reykjavík“ er fjallað um þau hús í borginni sem koma við sögu Jóns Sigurðssonar. Þau eru sýnd á líkani sem byggir á götukorti frá 1776. Þjóðskjalasafn Íslands lánar nokkur merkileg skjöl á sýninguna.

Sýningunum fylgir vönduð sýningarskrá, eftir Guðjón Friðriksson og götukort af Reykjavík 19. aldar.

Sýningarnar eru opnar alla daga kl. 13-17 til 18. ágúst.

Til baka