Viðburðir

Langstærsta verkefni minningarársins er endurnýjun safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Þar hefur sýningarrýmið verið stækkað verulega og ný sýning hönnuð frá grunni. Aðrar sýningar eru minni í sniðum og unnar í samstarfi við aðra. Meðal verkefna var gerð vandaðs margmiðlunarefnis og stafræn endurgerð skjallegra gagna Jóns Sigurðssonar til útgáfu á netinu.15.01.2011

Óskabarn

Þjóðmenningarhúsið

Sýning um Jón Sigurðsson og æskuna út frá sjónarhóli barna.

01.02.2011

Kæri Jón

Grunnskólar

Ritgerðasamkeppni um Jón Sigurðsson meðal nemenda í 8. bekk grunnskóla.

10.03.2011

Opinber mynd

Seðlabankinn

Sýning á seðlum, mynt, frímerkjum og minjagripum með mynd Jóns Sigurðssonar.

25.03.2011

Jón Sigurðsson og atvinnulífið

Samtök atvinnulífsins

Málþing um Jón Sigurðsson og sýn hans á atvinnulífið.

20.04.2011

Lífsverk

Þjóðarbókhlaðan

Sýning á völdum handritum og skjölum Jóns Sigurðssonar.
Einnig verður opnaður aðgangur að þúsundum stafrænna gagna á vefnum.

27.05.2011

Málþing um Jón Sigurðsson í tilefni 100 ára afmælis Háskóla Íslands


Málþing um Jón Sigurðsson í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands.

04.06.2011

Lítil fiskibók

Víkin – Sjóminjasafn og Byggðasafn Vestfjarða

Sýning byggð samnefndu kveri Jóns Sigurðssonar opnuð á Sjómannadaginn á Ísafirði.

08.06.2011

Þjóðminjasafnið

Þjóðminjasafnið

Aukin og bætt sýning um Jón Sigurðsson og nýtt margmiðlunarefni.

17.06.2011

Hrafnseyrarhátíð

Hrafnseyri við Arnarfjörð

Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar og Hrafnseyrarnefnd buðu til almennrar hátíðar á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní.

17.06.2011

17. júní 2011 - Bein útsending frá Austurvelli


Bein útsenging frá Austurvelli fyrir hádegi.

17.06.2011

Líf í þágu þjóðar

Safn Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri

Ný sýning í Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð opnuð á Hrafnseyrarhátíð. Nýtt margmiðlunarefni opnað á vefnum.

17.06.2011

Jón Sigurðsson - strákur að vestan

Hrafnseyri

Nýtt leikverk Kómedíuleikhússins um Jón Sigurðsson frumflutt á Hrafnseyri.

17.06.2011

Frímerki


Frímerki og örk tileinkuð Jóni Sigurðssyni koma út hjá Íslandspósti.

17.06.2011

Í Vesturheimi

Winnepeg, Manitoba, Kanada

Dagskrá um Jón Sigurðsson flutt meðal Vestur-Íslendinga í Winnepeg.

17.06.2011

Hátíðarsamkoma Hins íslenska þjóðvinafélags

Menntaskólinn í Reykjavík

Hið íslenska þjóðvinafélag býður til hátíðarsamkomu í tilefni afmælis Jóns Sigurðssonar fyrrum forseta Hins íslenska þjóðvinafélags og 140 ára afmælis félagsins.

18.06.2011

Alþingi á sal Lærða skólans / Jón og Reykjavík

Menntaskólinn í Reykjavík

Tvær sýningar í Menntaskólanum í Reykjavík, „Alþingi á sal Lærða skólans“ og  „Jón Sigurðsson og Reykjavík“.

19.06.2011

Á slóðum Jóns Sigurðssonar - Söguganga

Jónshús í Kaupmannahöfn

Nýtt margmiðlunarefni um Jón Sigurðsson tekið í notkun í Jónshúsi.
Bæklingur eftir Guðjón Friðriksson kynntur og sögugöngur hefjast um slóðir Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.

01.10.2011

Ný bók um Jón Sigurðsson


Jón Siguðsson forseti. Samband þjóðar og hetju í 200 ár, 1811-2011.