Um verkefnið

 

Alþingi fól forsætisráðherra að skipa nefnd til að undirbúa hvernig minnast eigi þess að 17. júní 2011 verða liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta.

Nefndin var skipuð þann 17. júní 2007 og skipa hana auk formannsins, Sólveigar Pétursdóttur, Karl M. Kristjánsson fulltrúi Alþingis, Eiríkur Finnur Greipsson fulltrúi Hrafnseyrarnefndar og fulltrúar stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi, þau Ásthildur Sturludóttir, Finnbogi Hermannsson, Kristinn H. Gunnarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Sigurður Pétursson.
Verkefnisstjóri nefndarinnar er Björn G. Björnsson og tengiliður við forsætisráðuneytið er Sigrún Ólafsdóttir.


Nefndin undirbýr ýmis verkefni vegna afmælisársins en viðamest eru endurgerð Safns Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð, breytingar á húsnæði þar og uppsetning nýrrar sýningar ásamt margmiðlunarefni.

Jón Sigurðsson. LÍÞ