Fréttir

Vigdís hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar

29.06 2011

Sunnudaginn 19. júní, á kvenréttindadaginn, hlaut frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, verðlaun Jóns Sigurðssonar við hátíðlega athöfn í Jónshúsi í Kaupmannahöfn. Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, afhenti verðlaunin að viðstöddum fjölmörgum boðsgestum. Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, flutti ávarp, tónlist var flutt og formaður Afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar, Sólveig Pétursdóttir, afhenti Jónshúsi vandað margmiðlunarefni og búnað til gagnvirkrar skoðunar, svo og eintak af kvikmynd Sagafilm „Jón Sigurðsson - Maður og foringi“ sem nú hefur verið þýdd á dönsku og ensku. Einnig kynnti Sólveig bæklinginn „Á slóðum Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn - Leiðarvísir með þremur göngutúrum“ sem Guðjón Friðriksson tók saman. Afmælisnefndin lét gera bæklinginn en Alþingi gefur hann út.

Myndir frá Jónshátíð 19. júní. Ljósmyndari: Egill Bjarki fyrir Alþingi.

 

Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, ávarpar samkomuna.

 

Melkorka Ólafsdóttir lék á flautu.

 

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, flytur ávarp.

 

Íslenski kvennakórinn í Kaupmannahöfn syngur undir stjórn Sigríðar 
Eyþórsdóttur.

 

Anna Agnarsdóttir, formaður valnefndar, rökstyður veitingu verðlauna 
Jóns Sigurðssonar til Frú Vigdísar Finnbogadóttur.

 

Frú Vigdís tekur við verðlaunum og blómum frá forseta Alþingis.

 

Hátiðargestir í Jónshúsi.

 

Sólveig Pétursdóttir afhendir Jóni Runólfssyni, forstöðumanni 
Jónshúss, bækling Guðjóns Friðrikssonar.

 

Frá sýningunni í Jónshúsi.

Til baka í fréttir Frú Vigdís tekur við verðlaunum og blómum frá forseta Alþingis