Fréttir

Uppsetning sýningar hafin á Hrafnseyri

01.06 2011

Búið er að flytja alla hluta hinnar nýju sýningar á Hrafnseyri og koma fyrir í rúmgóðu sýningarrými á neðri hæðinni. Starfsmenn Merkingar vinna nú að því að setja 90 m langan plexi-gler hjúpinn saman og tækjabúnaður til margmiðlunar er kominná staðinn. Stefnt er því að allt verði tilbúið innan dyra fyrir Hvítasunnu en sýningin "Líf í þágu þjóðar" verður opnuð 17. júní.

Utanhúss er allt að verða klárt fyrir Hrafnseyrarhátíð, ný aðkoma og inngangur, stéttar og stígar og allt að grænka í kring. Nýja heimreiðin sómir sér vel og allt önnur og betri aðkoma að Hrafnseyri en áður.

Fjölbreytt dagskrá verður á Hrafnseyri 17. júní sem hefst með hópsiglingu smábáta frá Bíldudal yfir Arnarfjörð fyrir hádegi. Markaðstorg með mörgum sölutjöldum verður á svæðinu, stórt veitingatjald, útisvið og margt fleira. Nánar um dagskrána síðar.

Til baka í fréttir