Fréttir

Afmælistíðindi komin út

06.01 2011

Á nýársdag kom út fyrsta tölublað Afmælistíðinda, sem er kynningarrit vegna 200 ára afmælis Jóns Sigurðssonar forseta. Blaðið hefur yfir sér gamlan blæ, dálítið í anda 19. aldar blaðanna. Þar er sagt frá öllum viðburðum afmælisársins í greinum, fréttum og auglýsingum. Ráðgert er að gefa út annað tölublað þegar kemur fram á vorið og þá með ítarlegri upplýsingum um dagskráratriði, t.d. á Hrafnseyrarhátíð. Afmælistíðindum er dreift til allra samstarfsaðila afmælisnefndar og fjölmiðla.

Hér má nálgast blaðið á PDF-sniði.


Til baka í fréttir
Afmælistíðindi, 1. árg. 1. tbl.